Almennar upplýsingar
LÖGBORG varð til með sameiningu tveggja lögfræðistofa áramótin 2001-2002, þegar GÁJ lögfræðistofa ehf. og Lögmannstofan Síðumúla 9 ehf. voru sameinaðar.

GÁJ Lögfræðistofa var upphaflega stofnuð árið 1953 af Inga R. Helgasyni, hrl., þá undir hans nafni en frá 1981 í eigu Guðjóns Ármanns Jónssonar, hrl. og að auki Jóns Ármanns Guðjónssonar, hdl., frá árinu 2000. Frá 1988 hefur stofan verið með aðsetur að Suðurlandsbraut 30, Reykjavík.

Starfssvið Lögborgar nær yfir öll almenn lögfræðimálefni.