Gjaldtaka
Vinna í lögfræðideild er almennt unnin á tímagjaldi, en áskilin er hlutfallsleg þóknun miðað við hagsmuni sem í húfi eru, með hliðsjón af eðli máls og niðurstöðu þess.

Innheimtuþóknun vegna fjárkrafna er hlutfallsleg miðað við heildarfjárhæð kröfu, auk viðbótargjalds vegna mætinga, beiðna og vinnu sem lögð er í hvert mál um sig. Útlagður kostnaður í hverju máli greiðist ávallt af viðskiptamanni. Lögmönnum er skylt að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni sem er 25,5% og bætist hann við lögmannsþóknun hverju sinni. Viðskiptavinur ber ávallt ábyrgð á greiðslu alls kostnaðar gagnvart lögfræðistofunni, hvort sem gagnaðili hans er dæmdur til greiðslu hluta kostnaðar eða ekki.