Guðjón Ármann Jónsson, hrl.

Guðjón Ármann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970. Hann útskrifaðist Cand. juris frá Háskóla Íslands 26. júní 1976. Hann hefur starfað sem héraðsdómslögmaður síðan 6. nóvember 1979 og hæstaréttarlögmaður síðan þann 8. apríl 1997. Guðjón hóf störf sem fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Inga R. Helgasonar, hrl. í Reykjavík þann 1. júní 1976. Hann tók við rekstri skrifstofunnar, sem nú heitir Lögborg ehf þann 30. júlí 1981.

Jón Ármann Guðjónsson, hrl.

Jón Ármann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1988. Hann útskrifaðist Cand. juris frá Háskóla Íslands í júní 1993 Jón Ármann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi í ágúst 1994 og málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands í apríl 2013.

Jón Ármann hóf störf sem fulltrúi hjá hjá Ævari Guðmundssyni hdl. í október 1993 og síðan sem fulltrúi á GÁJ lögfræðistofu ehf. frá júní 1995 til 2001. Frá þeim tíma hefur Jón Ármann verið framkvæmdastjóri og einn eigenda að Lögborg lögfræðistofu.

Jón Ármann hefur setið í stjórn fjölda félaga, skipaður í Skilanefnd Sparisjóðabanka Íslands frá mars 2009 til desember 2011, kjörinn í stjórn Icelandair frá 2009 til 2011 og tekið þátt í félagsstarfi Ingunnarskóla og Knattspyrnufélagsins Fram.

Jón Ármann sinnir almennum lögfræðistörfum með áherslu einkum á fjármuna- og félagarétt.